Quantcast
Channel: Hirsla Community:
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3

Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun 2010

$
0
0
Title: Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun 2010 Authors: Hildigunnur Svavarsdóttir; Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir Abstract: 18. október sl. gaf Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggjast leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun á alþjóðlega vísu (International Consensus on CPR Science with Treatment Recommendations (CoSTR)). Rannsóknarvinnan fól meðal annars í sér ýtarlega yfirferð vísindarannsókna sem tengjast endurlífgun. Endurlífgunarfræðin eru í stöðugri þróun og er nauðsynlegt að uppfæra klínískar leiðbeiningar sem endurspegla þessa þróun svo heilbrigðisstarfsmenn og aðrir geti ávallt unnið samkvæmt nýjustu leiðbeiningum. Nýju leiðbeiningarnar eru að mestu óbreyttar frá síðustu útgáfu þeirra árið 2005. Ástæðan er annars vegar sú að lítið er um birtingu á nýjum rannsóknaniðurstöðum og hins vegar er ástæðan sú að nýjar niðurstöður styrkja einfaldlega fyrri rannsóknarniðurstöður (Nolan o.fl., 2010). Inn í eftirfarandi umfjöllun um endurlífgun fullorðinna (grunnendurlífgun, notkun hjartastuðtækja og sérhæfða endurlífgun) er fléttuð kynning á nýjum leiðbeiningum og þeim breytingum sem hafa orðið frá útgáfu síðustu leiðbeininga árið 2005 (tafla 1). Description: Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3